Add parallel Print Page Options

28 Í þann tíma drógu Filistar saman her sinn og bjuggust að fara í hernað móti Ísrael. Og Akís sagði við Davíð: "Vita skaltu, að þú verður að fara með mér í leiðangurinn, bæði þú og menn þínir."

Davíð svaraði Akís: "Nú skalt þú fá að reyna, hverju þjónn þinn fær orkað." Og Akís sagði við Davíð: "Þá skipa ég þig höfuðvörð minn allar stundir."

Samúel var dáinn, og allur Ísrael hafði syrgt hann og jarðað hann í Rama, hans eigin borg. En Sál hafði gjört landræka alla andasæringamenn og spásagnamenn.

Nú söfnuðust Filistar saman og komu og settu herbúðir sínar í Súnem. Þá safnaði Sál saman öllum Ísrael og setti herbúðir sínar á Gilbóafjalli.

En þegar Sál sá her Filista, varð hann hræddur og missti móðinn.

Sál gekk til frétta við Drottin, en Drottinn svaraði honum ekki, hvorki í draumum né með úrím né fyrir milligöngu spámannanna.

Þá sagði Sál við þjóna sína: "Leitið fyrir mig að særingakonu, svo að ég geti farið til hennar og leitað frétta hjá henni." Og þjónar hans sögðu við hann: "Í Endór er særingakona."

Sál gjörði sig torkennilegan og klæddist dularbúningi og lagði af stað og tveir menn með honum. Þeir komu til konunnar um nótt, og Sál sagði: "Lát þú andann spá mér og lát koma fram þann, er ég nefni til við þig."

Konan svaraði honum: "Sjá, þú veist, hvað Sál hefir gjört, að hann hefir upprætt úr landinu alla andasæringamenn og spásagnamenn. Hví leggur þú þá snöru fyrir mig til þess að deyða mig?"

10 Þá vann Sál henni eið við Drottin og mælti: "Svo sannarlega sem Drottinn lifir skal engin sök á þig falla fyrir þetta."

11 Þá sagði konan: "Hvern viltu að ég láti koma fram?" Hann svaraði: "Lát þú Samúel koma fram fyrir mig."

12 En er konan sá Samúel, hljóðaði hún upp yfir sig. Og konan sagði við Sál: "Hví hefir þú svikið mig? Þú ert Sál."

13 En konungurinn mælti til hennar: "Ver þú óhrædd. En hvað sér þú?" Og konan sagði við Sál: "Ég sé anda koma upp úr jörðinni."

14 Hann sagði við hana: "Hvernig er hann í hátt?" Hún svaraði: "Gamall maður stígur upp og er hjúpaður skikkju." Þá skildi Sál, að það var Samúel, og hneigði andlit sitt til jarðar og laut honum.

15 Þá sagði Samúel við Sál: "Hví hefir þú ónáðað mig og látið kalla mig fram?" Sál mælti: "Ég er í miklum nauðum staddur. Filistar herja á mig, og Guð er frá mér vikinn og svarar mér ekki lengur, hvorki fyrir milligöngu spámannanna né í draumum. Fyrir því lét ég kalla þig, til þess að þú segir mér, hvað ég á að gjöra."

16 Samúel svaraði: "Hví spyr þú mig þá, fyrst Drottinn er frá þér vikinn og orðinn óvinur þinn?

17 Drottinn hefir þá við þig gjört, eins og hann hefir sagt fyrir minn munn. Drottinn hefir rifið frá þér konungdóminn og gefið hann öðrum, gefið Davíð hann.

18 Af því að þú hlýddir ekki boði Drottins og framkvæmdir ekki hans brennandi reiði á Amalek, fyrir því hefir Drottinn gjört þér þetta í dag.

19 Og Drottinn mun og gefa Ísrael ásamt þér í hendur Filista, og á morgun munt þú og synir þínir hjá mér vera. Drottinn mun og gefa her Ísraels í hendur Filista."

20 Þá varð Sál hræddur og féll endilangur til jarðar, og hann skelfdist mjög af orðum Samúels. Hann var og magnþrota, því að hann hafði eigi matar neytt allan daginn og alla nóttina.

21 Konan gekk nú til Sáls, og er hún sá, hversu mjög hann var felmtsfullur, sagði hún við hann: "Sjá, ambátt þín hefir hlýtt raustu þinni, og ég hefi lagt líf mitt í hættu, og ég hefi gjört það, sem þú baðst mig um.

22 Hlýð þú þá líka raust ambáttar þinnar: Ég ætla að færa þér matarbita, og skalt þú eta, svo að þér aukist þróttur og þú getir farið leiðar þinnar."

23 En hann færðist undan og sagði: "Eigi vil ég eta." En er bæði menn hans og konan lögðu að honum, þá lét hann að orðum þeirra og stóð upp af gólfinu og settist á rúmið.

24 Og konan átti alikálf í húsinu. Slátraði hún honum í skyndi, tók mjöl, hnoðaði það og bakaði úr því ósýrðar kökur.

25 Síðan bar hún það fyrir Sál og menn hans, og er þeir höfðu etið, tóku þeir sig upp og lögðu af stað þessa sömu nótt.

28 In those days the Philistines gathered(A) their forces to fight against Israel. Achish said to David, “You must understand that you and your men will accompany me in the army.”

David said, “Then you will see for yourself what your servant can do.”

Achish replied, “Very well, I will make you my bodyguard(B) for life.”

Saul and the Medium at Endor

Now Samuel was dead,(C) and all Israel had mourned for him and buried him in his own town of Ramah.(D) Saul had expelled(E) the mediums and spiritists(F) from the land.

The Philistines assembled and came and set up camp at Shunem,(G) while Saul gathered all Israel and set up camp at Gilboa.(H) When Saul saw the Philistine army, he was afraid; terror(I) filled his heart. He inquired(J) of the Lord, but the Lord did not answer him by dreams(K) or Urim(L) or prophets.(M) Saul then said to his attendants, “Find me a woman who is a medium,(N) so I may go and inquire of her.”

“There is one in Endor,(O)” they said.

So Saul disguised(P) himself, putting on other clothes, and at night he and two men went to the woman. “Consult(Q) a spirit for me,” he said, “and bring up for me the one I name.”

But the woman said to him, “Surely you know what Saul has done. He has cut off(R) the mediums and spiritists from the land. Why have you set a trap(S) for my life to bring about my death?”

10 Saul swore to her by the Lord, “As surely as the Lord lives, you will not be punished for this.”

11 Then the woman asked, “Whom shall I bring up for you?”

“Bring up Samuel,” he said.

12 When the woman saw Samuel, she cried out at the top of her voice and said to Saul, “Why have you deceived me?(T) You are Saul!”

13 The king said to her, “Don’t be afraid. What do you see?”

The woman said, “I see a ghostly figure[a] coming up out of the earth.”(U)

14 “What does he look like?” he asked.

“An old man wearing a robe(V) is coming up,” she said.

Then Saul knew it was Samuel, and he bowed down and prostrated himself with his face to the ground.

15 Samuel said to Saul, “Why have you disturbed me by bringing me up?”

“I am in great distress,” Saul said. “The Philistines are fighting against me, and God has departed(W) from me. He no longer answers(X) me, either by prophets or by dreams.(Y) So I have called on you to tell me what to do.”

16 Samuel said, “Why do you consult me, now that the Lord has departed from you and become your enemy? 17 The Lord has done what he predicted through me. The Lord has torn(Z) the kingdom out of your hands and given it to one of your neighbors—to David. 18 Because you did not obey(AA) the Lord or carry out his fierce wrath(AB) against the Amalekites,(AC) the Lord has done this to you today. 19 The Lord will deliver both Israel and you into the hands of the Philistines, and tomorrow you and your sons(AD) will be with me. The Lord will also give the army of Israel into the hands of the Philistines.”

20 Immediately Saul fell full length on the ground, filled with fear because of Samuel’s words. His strength was gone, for he had eaten nothing all that day and all that night.

21 When the woman came to Saul and saw that he was greatly shaken, she said, “Look, your servant has obeyed you. I took my life(AE) in my hands and did what you told me to do. 22 Now please listen to your servant and let me give you some food so you may eat and have the strength to go on your way.”

23 He refused(AF) and said, “I will not eat.”

But his men joined the woman in urging him, and he listened to them. He got up from the ground and sat on the couch.

24 The woman had a fattened calf(AG) at the house, which she butchered at once. She took some flour, kneaded it and baked bread without yeast. 25 Then she set it before Saul and his men, and they ate. That same night they got up and left.

Footnotes

  1. 1 Samuel 28:13 Or see spirits; or see gods