Add parallel Print Page Options

32 Þegar konungurinn ríkir með réttlæti og höfðingjarnir stjórna með réttvísi,

þá verður hver þeirra sem hlé fyrir vindi og skjól fyrir skúrum, sem vatnslækir í öræfum, sem skuggi af stórum hamri í vatnslausu landi.

Þá eru augu hinna sjáandi eigi afturlukt, og þá hlusta eyru þeirra, sem heyrandi eru.

Hjörtu hinna gálausu munu læra hyggindi og tunga hinna mállausu tala liðugt og skýrt.

Þá verður heimskinginn eigi framar kallaður göfugmenni og hinn undirföruli eigi sagður veglyndur.

Heimskinginn talar heimsku og hjarta hans býr mönnum ógæfu, með því að hann breytir óguðlega og talar villu gegn Drottni, lætur hinn hungraða vera svangan og gefur eigi þyrstum manni vatnsdrykk.

Vopn hins undirförula eru skaðvænleg. Hann hugsar upp pretti til þess að koma hinum umkomulausa á kné með lygaræðum, og það jafnvel þótt hinn fátæki sanni rétt sinn.

En göfugmennið hefir göfugleg áform og stendur stöðugur í því, sem göfuglegt er.

Þér áhyggjulausu konur, standið upp og heyrið raust mína! Þér ugglausu dætur, gefið gaum að ræðu minni:

10 Eftir ár og daga skuluð þér hinar ugglausu skelfast, því að vínberjatekjan bregst og aldintekja verður engin.

11 Hræðist, þér hinar áhyggjulausu! Skelfist, þér hinar ugglausu! Farið af klæðum og verið naktar, gyrðið hærusekk um lendar yðar,

12 berið yður hörmulega vegna akranna, vegna hinna yndislegu akra, vegna hins frjósama vínviðar,

13 vegna akurlendis þjóðar minnar þar sem vaxa munu þyrnar og þistlar, já vegna allra glaðværðarhúsanna í hinni glaummiklu borg!

14 Því að hallirnar munu verða mannauðar og hávaði borgarinnar hverfa. Borgarhæðin og varðturninn verða hellar um aldur og ævi, skógarösnum til skemmtunar og hjörðum til hagbeitar _

15 uns úthellt verður yfir oss anda af hæðum. Þá skal eyðimörkin verða að aldingarði og aldingarður talinn verða kjarrskógur,

16 réttvísin festa byggð í eyðimörkinni og réttlætið taka sér bólfestu í aldingarðinum.

17 Og ávöxtur réttlætisins skal vera friður, og árangur réttlætisins rósemi og öruggleiki að eilífu.

18 Þá skal þjóð mín búa í heimkynni friðarins, í híbýlum öruggleikans og í rósömum bústöðum.

19 En hegla mun þegar skógurinn hrynur og borgin steypist.

20 Sælir eruð þér, sem alls staðar sáið við vötn og látið uxa og asna ganga sjálfala.

The Kingdom of Righteousness

32 See, a king(A) will reign in righteousness
    and rulers will rule with justice.(B)
Each one will be like a shelter(C) from the wind
    and a refuge from the storm,(D)
like streams of water(E) in the desert(F)
    and the shadow of a great rock in a thirsty land.

Then the eyes of those who see will no longer be closed,(G)
    and the ears(H) of those who hear will listen.
The fearful heart will know and understand,(I)
    and the stammering tongue(J) will be fluent and clear.
No longer will the fool(K) be called noble
    nor the scoundrel be highly respected.
For fools speak folly,(L)
    their hearts are bent on evil:(M)
They practice ungodliness(N)
    and spread error(O) concerning the Lord;
the hungry they leave empty(P)
    and from the thirsty they withhold water.
Scoundrels use wicked methods,(Q)
    they make up evil schemes(R)
to destroy the poor with lies,
    even when the plea of the needy(S) is just.(T)
But the noble make noble plans,
    and by noble deeds(U) they stand.(V)

The Women of Jerusalem

You women(W) who are so complacent,
    rise up and listen(X) to me;
you daughters who feel secure,(Y)
    hear what I have to say!
10 In little more than a year(Z)
    you who feel secure will tremble;
the grape harvest will fail,(AA)
    and the harvest of fruit will not come.
11 Tremble,(AB) you complacent women;
    shudder, you daughters who feel secure!(AC)
Strip off your fine clothes(AD)
    and wrap yourselves in rags.(AE)
12 Beat your breasts(AF) for the pleasant fields,
    for the fruitful vines(AG)
13 and for the land of my people,
    a land overgrown with thorns and briers(AH)
yes, mourn(AI) for all houses of merriment
    and for this city of revelry.(AJ)
14 The fortress(AK) will be abandoned,
    the noisy city deserted;(AL)
citadel and watchtower(AM) will become a wasteland forever,
    the delight of donkeys,(AN) a pasture for flocks,(AO)
15 till the Spirit(AP) is poured on us from on high,
    and the desert becomes a fertile field,(AQ)
    and the fertile field seems like a forest.(AR)
16 The Lord’s justice(AS) will dwell in the desert,(AT)
    his righteousness(AU) live in the fertile field.
17 The fruit of that righteousness(AV) will be peace;(AW)
    its effect will be quietness and confidence(AX) forever.
18 My people will live in peaceful(AY) dwelling places,
    in secure homes,(AZ)
    in undisturbed places of rest.(BA)
19 Though hail(BB) flattens the forest(BC)
    and the city is leveled(BD) completely,
20 how blessed you will be,
    sowing(BE) your seed by every stream,(BF)
    and letting your cattle and donkeys range free.(BG)