Add parallel Print Page Options

16 Þá svaraði Job og sagði:

Ég hefi heyrt nóg af slíku, hvimleiðir huggarar eruð þér allir saman.

Er orðavindurinn nú á enda? eða hvað knýr þig til andsvara?

Ég gæti líka talað eins og þér, ef þér væruð í mínum sporum, gæti spunnið saman ræður gegn yður og hrist yfir yður höfuðið,

ég gæti styrkt yður með munni mínum, og meðaumkun vara minna mundi lina þjáning yðar.

Þótt ég tali, þá linar ekki kvöl mína, og gjöri ég það ekki, hvaða létti fæ ég þá?

Miklu fremur hefir Guð nú örþreytt mig, _ þú hefir eytt öllu ættliði mínu,

hefir hremmt mig, og það er vitni í móti mér. Sjúkdómur minn rís í gegn mér, ákærir mig upp í opið geðið.

Reiði hans slítur mig sundur og ofsækir mig, hann nístir tönnum í móti mér, andstæðingur minn hvessir á mig augun.

10 Þeir glenna upp ginið í móti mér, löðrunga mig til háðungar, allir saman gjöra þeir samtök í móti mér.

11 Guð gefur mig á vald ranglátra og varpar mér í hendur óguðlegra.

12 Ég lifði áhyggjulaus, þá braut hann mig sundur, hann þreif í hnakkann á mér og molaði mig sundur og reisti mig upp sér að skotspæni.

13 Skeyti hans fljúga kringum mig, vægðarlaust sker hann sundur nýru mín, hellir galli mínu á jörðu.

14 Hann brýtur í mig skarð á skarð ofan og gjörir áhlaup á mig eins og hetja.

15 Ég hefi saumað sekk um hörund mitt og stungið horni mínu ofan í moldina.

16 Andlit mitt er þrútið af gráti, og svartamyrkur hvílir yfir hvörmum mínum,

17 þótt ekkert ranglæti sé í hendi minni og bæn mín sé hrein.

18 Jörð, hyl þú eigi blóð mitt, og kvein mitt finni engan hvíldarstað!

19 En sjá, á himnum er vottur minn og vitni mitt á hæðum.

20 Vinir mínir gjöra gys að mér _ til Guðs lítur auga mitt grátandi,

21 að hann láti manninn ná rétti sínum gagnvart Guði og skeri úr milli mannsins og vinar hans.

22 Því að senn eru þessi fáu ár á enda, og ég fer burt þá leiðina, sem ég aldrei sný aftur.

Job

16 Then Job replied:

“I have heard many things like these;
    you are miserable comforters,(A) all of you!(B)
Will your long-winded speeches never end?(C)
    What ails you that you keep on arguing?(D)
I also could speak like you,
    if you were in my place;
I could make fine speeches against you
    and shake my head(E) at you.
But my mouth would encourage you;
    comfort(F) from my lips would bring you relief.(G)

“Yet if I speak, my pain is not relieved;
    and if I refrain, it does not go away.(H)
Surely, God, you have worn me out;(I)
    you have devastated my entire household.(J)
You have shriveled me up—and it has become a witness;
    my gauntness(K) rises up and testifies against me.(L)
God assails me and tears(M) me in his anger(N)
    and gnashes his teeth at me;(O)
    my opponent fastens on me his piercing eyes.(P)
10 People open their mouths(Q) to jeer at me;(R)
    they strike my cheek(S) in scorn
    and unite together against me.(T)
11 God has turned me over to the ungodly
    and thrown me into the clutches of the wicked.(U)
12 All was well with me, but he shattered me;
    he seized me by the neck and crushed me.(V)
He has made me his target;(W)
13     his archers surround me.(X)
Without pity, he pierces(Y) my kidneys
    and spills my gall on the ground.
14 Again and again(Z) he bursts upon me;
    he rushes at me like a warrior.(AA)

15 “I have sewed sackcloth(AB) over my skin
    and buried my brow in the dust.(AC)
16 My face is red with weeping,(AD)
    dark shadows ring my eyes;(AE)
17 yet my hands have been free of violence(AF)
    and my prayer is pure.(AG)

18 “Earth, do not cover my blood;(AH)
    may my cry(AI) never be laid to rest!(AJ)
19 Even now my witness(AK) is in heaven;(AL)
    my advocate is on high.(AM)
20 My intercessor(AN) is my friend[a](AO)
    as my eyes pour out(AP) tears(AQ) to God;
21 on behalf of a man he pleads(AR) with God
    as one pleads for a friend.

22 “Only a few years will pass
    before I take the path of no return.(AS)

Footnotes

  1. Job 16:20 Or My friends treat me with scorn