Add parallel Print Page Options

34 Og Elíhú tók aftur til máls og sagði:

Heyrið, þér vitrir menn, orð mín, og þér fróðir menn, hlustið á mig.

Því að eyrað prófar orðin, eins og gómurinn smakkar matinn.

Vér skulum rannsaka, hvað rétt er, komast að því hver með öðrum, hvað gott er.

Því að Job hefir sagt: "Ég er saklaus, en Guð hefir svipt mig rétti mínum.

Þótt ég hafi rétt fyrir mér, stend ég sem lygari, banvæn ör hefir hitt mig, þótt ég hafi í engu brotið."

Hvaða maður er eins og Job, sem drekkur guðlast eins og vatn

og gefur sig í félagsskap við þá, sem illt fremja, og er í fylgi við óguðlega menn?

Því að hann hefir sagt: "Maðurinn hefir ekkert gagn af því að vera í vinfengi við Guð."

10 Fyrir því, skynsamir menn, heyrið mig! Fjarri fer því, að Guð aðhafist illt og hinn Almáttki fremji ranglæti.

11 Nei, hann geldur manninum verk hans og lætur manninum farnast eftir breytni hans.

12 Já, vissulega fremur Guð ekki ranglæti, og hinn Almáttki hallar ekki réttinum.

13 Hver hefir fengið honum jörðina til varðveislu, og hver hefir grundvallað allan heiminn?

14 Ef hann hugsaði aðeins um sjálfan sig, ef hann drægi til sín anda sinn og andardrátt,

15 þá mundi allt hold gefa upp andann og maðurinn aftur verða að dufti.

16 Hafir þú vit, þá heyr þú þetta, hlusta þú á hljóm orða minna.

17 Getur sá stjórnað, sem hatar réttinn? Eða vilt þú dæma hinn réttláta, volduga?

18 þann sem segir við konunginn: "Þú varmenni!" við tignarmanninn: "Þú níðingur!"

19 sem ekki dregur taum höfðingjanna og gjörir ekki ríkum hærra undir höfði en fátækum, því að handaverk hans eru þeir allir.

20 Skyndilega deyja þeir, og það um miðja nótt, fólkið verður skelkað, og þeir hverfa, og hinn sterki er hrifinn burt, en eigi af manns hendi.

21 Því að augu Guðs hvíla yfir vegum hvers manns, og hann sér öll spor hans.

22 Ekkert það myrkur er til eða sú niðdimma, að illgjörðamenn geti falið sig þar.

23 Því að Guð þarf ekki fyrst að gefa manni gaum, til þess að hann komi fyrir dóm hans.

24 Hann brýtur hina voldugu sundur rannsóknarlaust og setur aðra í þeirra stað.

25 Þannig þekkir hann verk þeirra og steypir þeim um nótt, og þeir verða marðir sundur.

26 Hann hirtir þá sem misgjörðamenn í augsýn allra manna,

27 vegna þess að þeir hafa frá honum vikið og vanrækt alla vegu hans

28 og látið kvein hins fátæka berast til hans, en hann heyrði kvein hinna voluðu.

29 Haldi hann kyrru fyrir, hver vill þá sakfella hann? og byrgi hann auglitið, hver fær þá séð hann? Þó vakir hann yfir þjóð og einstaklingi,

30 til þess að guðlausir menn skuli ekki drottna, til þess að þeir séu ekki snörur lýðsins.

31 Því að segir nokkur við Guð: "Mér hefir verið hegnt og breyti þó ekki illa.

32 Kenn þú mér það, sem ég sé ekki. Hafi ég framið ranglæti, skal ég eigi gjöra það framar"?

33 Á hann að endurgjalda eftir geðþótta þínum, af því að þú hafnar? því að þú átt að velja, en ekki ég. Og seg nú fram það, er þú veist!

34 Skynsamir menn munu segja við mig, og vitur maður, sem á mig hlýðir:

35 "Job talar ekki hyggilega, og orð hans eru ekki skynsamleg."

36 Ó að Job mætti reyndur verða æ að nýju, af því að hann svarar eins og illir menn svara.

37 Því að hann bætir misgjörð ofan á synd sína, hann klappar saman höndunum framan í oss og heldur langar ræður móti Guði.

34 Then Elihu said:

“Hear my words, you wise men;
    listen to me,(A) you men of learning.
For the ear tests words
    as the tongue tastes food.(B)
Let us discern for ourselves what is right;(C)
    let us learn together what is good.(D)

“Job says, ‘I am innocent,(E)
    but God denies me justice.(F)
Although I am right,
    I am considered a liar;(G)
although I am guiltless,(H)
    his arrow inflicts an incurable wound.’(I)
Is there anyone like Job,
    who drinks scorn like water?(J)
He keeps company with evildoers;
    he associates with the wicked.(K)
For he says, ‘There is no profit
    in trying to please God.’(L)

10 “So listen to me,(M) you men of understanding.(N)
    Far be it from God to do evil,(O)
    from the Almighty to do wrong.(P)
11 He repays everyone for what they have done;(Q)
    he brings on them what their conduct deserves.(R)
12 It is unthinkable that God would do wrong,(S)
    that the Almighty would pervert justice.(T)
13 Who appointed(U) him over the earth?
    Who put him in charge of the whole world?(V)
14 If it were his intention
    and he withdrew his spirit[a](W) and breath,(X)
15 all humanity would perish(Y) together
    and mankind would return to the dust.(Z)

16 “If you have understanding,(AA) hear this;
    listen to what I say.(AB)
17 Can someone who hates justice govern?(AC)
    Will you condemn the just and mighty One?(AD)
18 Is he not the One who says to kings, ‘You are worthless,’
    and to nobles,(AE) ‘You are wicked,’(AF)
19 who shows no partiality(AG) to princes
    and does not favor the rich over the poor,(AH)
    for they are all the work of his hands?(AI)
20 They die in an instant, in the middle of the night;(AJ)
    the people are shaken and they pass away;
    the mighty are removed without human hand.(AK)

21 “His eyes are on the ways of mortals;(AL)
    he sees their every step.(AM)
22 There is no deep shadow,(AN) no utter darkness,(AO)
    where evildoers can hide.(AP)
23 God has no need to examine people further,(AQ)
    that they should come before him for judgment.(AR)
24 Without inquiry he shatters(AS) the mighty(AT)
    and sets up others in their place.(AU)
25 Because he takes note of their deeds,(AV)
    he overthrows them in the night(AW) and they are crushed.(AX)
26 He punishes them for their wickedness(AY)
    where everyone can see them,
27 because they turned from following him(AZ)
    and had no regard for any of his ways.(BA)
28 They caused the cry of the poor to come before him,
    so that he heard the cry of the needy.(BB)
29 But if he remains silent,(BC) who can condemn him?(BD)
    If he hides his face,(BE) who can see him?
Yet he is over individual and nation alike,(BF)
30     to keep the godless(BG) from ruling,(BH)
    from laying snares for the people.(BI)

31 “Suppose someone says to God,
    ‘I am guilty(BJ) but will offend no more.
32 Teach me what I cannot see;(BK)
    if I have done wrong, I will not do so again.’(BL)
33 Should God then reward you on your terms,
    when you refuse to repent?(BM)
You must decide, not I;
    so tell me what you know.

34 “Men of understanding declare,
    wise men who hear me say to me,
35 ‘Job speaks without knowledge;(BN)
    his words lack insight.’(BO)
36 Oh, that Job might be tested to the utmost
    for answering like a wicked man!(BP)
37 To his sin he adds rebellion;
    scornfully he claps his hands(BQ) among us
    and multiplies his words(BR) against God.”(BS)

Footnotes

  1. Job 34:14 Or Spirit