Add parallel Print Page Options

21 Og ég sá nýjan himin og nýja jörð, því að hinn fyrri himinn og hin fyrri jörð voru horfin og hafið er ekki framar til.

Og ég sá borgina helgu, nýja Jerúsalem, stíga niður af himni frá Guði, búna sem brúði, er skartar fyrir manni sínum.

Og ég heyrði raust mikla frá hásætinu, er sagði: "Sjá, tjaldbúð Guðs er meðal mannanna og hann mun búa hjá þeim, og þeir munu vera fólk hans og Guð sjálfur mun vera hjá þeim, Guð þeirra.

Og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til. Hið fyrra er farið."

Og sá, sem í hásætinu sat, sagði: "Sjá, ég gjöri alla hluti nýja," og hann segir: "Rita þú, því að þetta eru orðin trúu og sönnu."

Og hann sagði við mig: "Það er fram komið. Ég er Alfa og Ómega, upphafið og endirinn. Ég mun gefa þeim ókeypis, sem þyrstur er, af lind lífsins vatns.

Sá er sigrar mun erfa þetta, og ég mun vera hans Guð og hann mun vera minn sonur.

En fyrir hugdeiga og vantrúaða og viðurstyggilega og manndrápara og frillulífismenn og töframenn, skurðgoðadýrkendur og alla lygara er staður búinn í díkinu, sem logar af eldi og brennisteini. Það er hinn annar dauði."

Nú kom einn af englunum sjö, sem héldu á skálunum sjö, sem fullar voru af síðustu plágunum sjö, og talaði við mig og sagði: "Kom hingað, og ég mun sýna þér brúðina, eiginkonu lambsins."

10 Og hann flutti mig í anda upp á mikið og hátt fjall og sýndi mér borgina helgu, Jerúsalem, sem niður steig af himni frá Guði.

11 Hún hafði dýrð Guðs. Ljómi hennar var líkur dýrasta steini, sem jaspissteinn kristalskær.

12 Hún hafði mikinn og háan múr og tólf hlið og við hliðin stóðu tólf englar og nöfn þeirra tólf kynkvísla Ísraelssona voru rituð á hliðin tólf.

13 Móti austri voru þrjú hlið, móti norðri þrjú hlið, móti suðri þrjú hlið og móti vestri þrjú hlið.

14 Og múr borgarinnar hafði tólf undirstöðusteina og á þeim nöfn hinna tólf postula lambsins.

15 Og sá, sem við mig talaði, hélt á kvarða, gullstaf, til að mæla borgina og hlið hennar og múr hennar.

16 Borgin liggur í ferhyrning, jöfn á lengd og breidd. Og hann mældi borgina með stafnum, tólf þúsund skeið. Lengd hennar og breidd og hæð eru jafnar.

17 Og hann mældi múr hennar, hundrað fjörutíu og fjórar álnir, eftir kvarða manns, sem er einnig mál engils.

18 Múr hennar var byggður af jaspis og borgin af skíra gulli sem skært gler væri.

19 Undirstöðusteinar borgarmúrsins voru skreyttir alls konar gimsteinum. Fyrsti undirstöðusteinninn var jaspis, annar safír, þriðji kalsedón, fjórði smaragð,

20 fimmti sardónyx, sjötti sardis, sjöundi krýsólít, áttundi beryll, níundi tópas, tíundi krýsópras, ellefti hýasint, tólfti ametýst.

21 Og hliðin tólf voru tólf perlur, og hvert hlið úr einni perlu. Og stræti borgarinnar var af skíru gulli sem gagnsætt gler.

22 Og musteri sá ég ekki í henni, því að Drottinn Guð, hinn alvaldi, er musteri hennar og lambið.

23 Og borgin þarf ekki heldur sólar við eða tungls til að lýsa sér, því að dýrð Guðs skín á hana og lambið er lampi hennar.

24 Og þjóðirnar munu ganga í ljósi hennar og konungar jarðarinnar færa henni dýrð sína.

25 Og hliðum hennar verður aldrei lokað um daga _ því að nótt verður þar ekki.

26 Og menn munu færa henni dýrð og vegsemd þjóðanna.

27 Og alls ekkert óhreint skal inn í hana ganga né sá sem fremur viðurstyggð eða iðkar lygi, engir nema þeir einir, sem ritaðir eru í lífsins bók lambsins.

A New Heaven and a New Earth

21 Then I saw “a new heaven and a new earth,”[a](A) for the first heaven and the first earth had passed away,(B) and there was no longer any sea. I saw the Holy City,(C) the new Jerusalem, coming down out of heaven from God,(D) prepared as a bride(E) beautifully dressed for her husband. And I heard a loud voice from the throne saying, “Look! God’s dwelling place is now among the people, and he will dwell with them.(F) They will be his people, and God himself will be with them and be their God.(G) ‘He will wipe every tear from their eyes.(H) There will be no more death’[b](I) or mourning or crying or pain,(J) for the old order of things has passed away.”(K)

He who was seated on the throne(L) said, “I am making everything new!”(M) Then he said, “Write this down, for these words are trustworthy and true.”(N)

He said to me: “It is done.(O) I am the Alpha and the Omega,(P) the Beginning and the End. To the thirsty I will give water without cost(Q) from the spring of the water of life.(R) Those who are victorious(S) will inherit all this, and I will be their God and they will be my children.(T) But the cowardly, the unbelieving, the vile, the murderers, the sexually immoral, those who practice magic arts, the idolaters and all liars(U)—they will be consigned to the fiery lake of burning sulfur.(V) This is the second death.”(W)

The New Jerusalem, the Bride of the Lamb

One of the seven angels who had the seven bowls full of the seven last plagues(X) came and said to me, “Come, I will show you the bride,(Y) the wife of the Lamb.” 10 And he carried me away(Z) in the Spirit(AA) to a mountain great and high, and showed me the Holy City, Jerusalem, coming down out of heaven from God.(AB) 11 It shone with the glory of God,(AC) and its brilliance was like that of a very precious jewel, like a jasper,(AD) clear as crystal.(AE) 12 It had a great, high wall with twelve gates,(AF) and with twelve angels at the gates. On the gates were written the names of the twelve tribes of Israel.(AG) 13 There were three gates on the east, three on the north, three on the south and three on the west. 14 The wall of the city had twelve foundations,(AH) and on them were the names of the twelve apostles(AI) of the Lamb.

15 The angel who talked with me had a measuring rod(AJ) of gold to measure the city, its gates(AK) and its walls. 16 The city was laid out like a square, as long as it was wide. He measured the city with the rod and found it to be 12,000 stadia[c] in length, and as wide and high as it is long. 17 The angel measured the wall using human(AL) measurement, and it was 144 cubits[d] thick.[e] 18 The wall was made of jasper,(AM) and the city of pure gold, as pure as glass.(AN) 19 The foundations of the city walls were decorated with every kind of precious stone.(AO) The first foundation was jasper,(AP) the second sapphire, the third agate, the fourth emerald, 20 the fifth onyx, the sixth ruby,(AQ) the seventh chrysolite, the eighth beryl, the ninth topaz, the tenth turquoise, the eleventh jacinth, and the twelfth amethyst.[f] 21 The twelve gates(AR) were twelve pearls,(AS) each gate made of a single pearl. The great street of the city was of gold, as pure as transparent glass.(AT)

22 I did not see a temple(AU) in the city, because the Lord God Almighty(AV) and the Lamb(AW) are its temple. 23 The city does not need the sun or the moon to shine on it, for the glory of God(AX) gives it light,(AY) and the Lamb(AZ) is its lamp. 24 The nations will walk by its light, and the kings of the earth will bring their splendor into it.(BA) 25 On no day will its gates(BB) ever be shut,(BC) for there will be no night there.(BD) 26 The glory and honor of the nations will be brought into it.(BE) 27 Nothing impure will ever enter it, nor will anyone who does what is shameful or deceitful,(BF) but only those whose names are written in the Lamb’s book of life.(BG)

Footnotes

  1. Revelation 21:1 Isaiah 65:17
  2. Revelation 21:4 Isaiah 25:8
  3. Revelation 21:16 That is, about 1,400 miles or about 2,200 kilometers
  4. Revelation 21:17 That is, about 200 feet or about 65 meters
  5. Revelation 21:17 Or high
  6. Revelation 21:20 The precise identification of some of these precious stones is uncertain.