Add parallel Print Page Options

16 Fyrirætlanir hjartans eru á mannsins valdi, en svar tungunnar kemur frá Drottni.

Manninum þykja allir sínir vegir hreinir, en Drottinn prófar hugarþelið.

Fel þú Drottni verk þín, þá mun áformum þínum framgengt verða.

Allt hefir Drottinn skapað til síns ákveðna marks, svo og guðleysingjann til óheilladagsins.

Sérhver hrokafullur maður er Drottni andstyggð, hér er höndin upp á það: hann sleppur ekki óhegndur!

Með elsku og trúfesti er friðþægt fyrir misgjörð, og fyrir ótta Drottins forðast menn hið illa.

Þegar Drottinn hefir þóknun á breytni einhvers manns, þá sættir hann og óvini hans við hann.

Betra er lítið með réttu en miklar tekjur með röngu.

Hjarta mannsins upphugsar veg hans, en Drottinn stýrir gangi hans.

10 Goðsvar er á vörum konungsins, í dómi mun munni hans ekki skeika.

11 Rétt vog og reisla koma frá Drottni, lóðin á vogarskálunum eru hans verk.

12 Að fremja ranglæti er konungum andstyggð, því að hásætið staðfestist fyrir réttlæti.

13 Réttlátar varir eru yndi konunga, og þeir elska þann, er talar hreinskilni.

14 Konungsreiði er sem sendiboði dauðans, en vitur maður sefar hana.

15 Í mildilegu augnaráði konungs er líf, og hylli hans er sem vorregns-ský.

16 Hversu miklu betra er að afla sér visku en gulls og ákjósanlegra að afla sér hygginda en silfurs.

17 Braut hreinskilinna er að forðast illt, að varðveita sálu sína er að gæta breytni sinnar.

18 Drambsemi er undanfari tortímingar, og oflæti veit á fall.

19 Betra er að vera lítillátur með auðmjúkum en að skipta herfangi með dramblátum.

20 Sá sem gefur gætur að orðinu, hreppir hamingju, og sæll er sá, sem treystir Drottni.

21 Sá sem er vitur í hjarta, verður hygginn kallaður, og sætleiki varanna eykur fræðslu.

22 Lífslind er hyggnin þeim, sem hana á, en ögun afglapanna er þeirra eigin flónska.

23 Hjarta spekingsins gjörir munn hans hygginn og eykur fræðsluna á vörum hans.

24 Vingjarnleg orð eru hunangsseimur, sæt fyrir sálina, lækning fyrir beinin.

25 Margur vegurinn virðist greiðfær, en endar þó á helslóðum.

26 Hungur erfiðismannsins erfiðar með honum, því að munnur hans rekur á eftir honum.

27 Varmennið grefur óheillagröf, og á vörum hans er sem brennandi eldur.

28 Vélráður maður kveikir illdeilur, og rógberinn veldur vinaskilnaði.

29 Ofbeldismaðurinn ginnir náunga sinn og leiðir hann á vondan veg.

30 Sá sem lokar augunum, upphugsar vélræði, sá sem kreistir saman varirnar, er albúinn til ills.

31 Gráar hærur eru heiðurskóróna, á vegi réttlætis öðlast menn hana.

32 Sá sem seinn er til reiði, er betri en kappi, og sá sem stjórnar geði sínu, er meiri en sá sem vinnur borgir.

33 Í skikkjufellingum eru teningarnir hristir, en Drottinn ræður, hvað upp kemur.

16 To humans belong the plans of the heart,
    but from the Lord comes the proper answer of the tongue.(A)

All a person’s ways seem pure to them,(B)
    but motives are weighed(C) by the Lord.(D)

Commit to the Lord whatever you do,
    and he will establish your plans.(E)

The Lord works out everything to its proper end(F)
    even the wicked for a day of disaster.(G)

The Lord detests all the proud of heart.(H)
    Be sure of this: They will not go unpunished.(I)

Through love and faithfulness sin is atoned for;
    through the fear of the Lord(J) evil is avoided.(K)

When the Lord takes pleasure in anyone’s way,
    he causes their enemies to make peace(L) with them.(M)

Better a little with righteousness
    than much gain(N) with injustice.(O)

In their hearts humans plan their course,
    but the Lord establishes their steps.(P)

10 The lips of a king speak as an oracle,
    and his mouth does not betray justice.(Q)

11 Honest scales and balances belong to the Lord;
    all the weights in the bag are of his making.(R)

12 Kings detest wrongdoing,
    for a throne is established through righteousness.(S)

13 Kings take pleasure in honest lips;
    they value the one who speaks what is right.(T)

14 A king’s wrath is a messenger of death,(U)
    but the wise will appease it.(V)

15 When a king’s face brightens, it means life;(W)
    his favor is like a rain cloud in spring.(X)

16 How much better to get wisdom than gold,
    to get insight(Y) rather than silver!(Z)

17 The highway of the upright avoids evil;
    those who guard their ways preserve their lives.(AA)

18 Pride(AB) goes before destruction,
    a haughty spirit(AC) before a fall.(AD)

19 Better to be lowly in spirit along with the oppressed
    than to share plunder with the proud.

20 Whoever gives heed to instruction prospers,[a](AE)
    and blessed is the one who trusts in the Lord.(AF)

21 The wise in heart are called discerning,
    and gracious words promote instruction.[b](AG)

22 Prudence is a fountain of life to the prudent,(AH)
    but folly brings punishment to fools.

23 The hearts of the wise make their mouths prudent,(AI)
    and their lips promote instruction.[c](AJ)

24 Gracious words are a honeycomb,(AK)
    sweet to the soul and healing to the bones.(AL)

25 There is a way that appears to be right,(AM)
    but in the end it leads to death.(AN)

26 The appetite of laborers works for them;
    their hunger drives them on.

27 A scoundrel(AO) plots evil,
    and on their lips it is like a scorching fire.(AP)

28 A perverse person stirs up conflict,(AQ)
    and a gossip separates close friends.(AR)

29 A violent person entices their neighbor
    and leads them down a path that is not good.(AS)

30 Whoever winks(AT) with their eye is plotting perversity;
    whoever purses their lips is bent on evil.

31 Gray hair is a crown of splendor;(AU)
    it is attained in the way of righteousness.

32 Better a patient person than a warrior,
    one with self-control than one who takes a city.

33 The lot is cast(AV) into the lap,
    but its every decision(AW) is from the Lord.(AX)

Footnotes

  1. Proverbs 16:20 Or whoever speaks prudently finds what is good
  2. Proverbs 16:21 Or words make a person persuasive
  3. Proverbs 16:23 Or prudent / and make their lips persuasive