Add parallel Print Page Options

18 Sérlyndur maður fer að sínum munum, hann illskast við öllu, sem hyggilegt er.

Heimskinginn hefir engar mætur á hyggindum, heldur á því að gjöra kunnar hugsanir sínar.

Þar sem hinn óguðlegi kemur, þar kemur og fyrirlitning, og með smáninni kemur skömm.

Djúp vötn eru orð af manns munni, lind viskunnar er sem rennandi lækur.

Það er ekki rétt að draga taum hins óguðlega, að halla rétti hins saklausa í dómi.

Varir heimskingjans valda deilum, og munnur hans kallar á högg.

Munnur heimskingjans verður honum að tjóni, og varir hans eru snara fyrir líf hans.

Orð rógberans eru eins og sælgæti, og þau læsa sig inn í innstu fylgsni hjartans.

Sá sem tómlátur er í verki sínu, er skilgetinn bróðir eyðsluseggsins.

10 Nafn Drottins er sterkur turn, þangað hleypur hinn réttláti og er þar óhultur.

11 Auður ríks manns er honum öflugt vígi og ókleifur múrveggur í sjálfs hans ímyndun.

12 Ofmetnaður hjartans er undanfari falls, en auðmýkt er undanfari virðingar.

13 Svari einhver áður en hann heyrir, þá er honum það flónska og skömm.

14 Hugrekki mannsins heldur honum uppi í sjúkdómi hans, en dapurt geð, hver fær borið það?

15 Hjarta hins hyggna aflar sér þekkingar, og eyra hinna vitru leitar þekkingar.

16 Gjöf sem maður gefur, rýmir til fyrir honum og leiðir hann fram fyrir stórmenni.

17 Hinn fyrri sýnist hafa á réttu að standa í þrætumáli sínu, en síðan kemur mótpartur hans og rannsakar röksemdir hans.

18 Hlutkestið gjörir enda á deilum og sker úr milli sterkra.

19 Erfiðara er að ávinna svikinn bróður en að vinna rammbyggða borg, og deilur slíkra manna eru sem slagbrandar fyrir hallardyrum.

20 Kviður mannsins mettast af ávexti munns hans, af gróðri varanna mettast hann.

21 Dauði og líf eru á tungunnar valdi, og sá sem hefir taum á henni, mun eta ávöxt hennar.

22 Sá sem eignast konu, eignast gersemi, og hlýtur náðargjöf af Drottni.

23 Hinn fátæki mælir bljúgum bænarorðum, en hinn ríki svarar með hörku.

24 Að vera allra vinur er til tjóns, en til er ástvinur, sem er tryggari en bróðir.

18 An unfriendly person pursues selfish ends
    and against all sound judgment starts quarrels.

Fools find no pleasure in understanding
    but delight in airing their own opinions.(A)

When wickedness comes, so does contempt,
    and with shame comes reproach.

The words of the mouth are deep waters,(B)
    but the fountain of wisdom is a rushing stream.

It is not good to be partial to the wicked(C)
    and so deprive the innocent of justice.(D)

The lips of fools bring them strife,
    and their mouths invite a beating.(E)

The mouths of fools are their undoing,
    and their lips are a snare(F) to their very lives.(G)

The words of a gossip are like choice morsels;
    they go down to the inmost parts.(H)

One who is slack in his work
    is brother to one who destroys.(I)

10 The name of the Lord is a fortified tower;(J)
    the righteous run to it and are safe.(K)

11 The wealth of the rich is their fortified city;(L)
    they imagine it a wall too high to scale.

12 Before a downfall the heart is haughty,
    but humility comes before honor.(M)

13 To answer before listening—
    that is folly and shame.(N)

14 The human spirit can endure in sickness,
    but a crushed spirit who can bear?(O)

15 The heart of the discerning acquires knowledge,(P)
    for the ears of the wise seek it out.

16 A gift(Q) opens the way
    and ushers the giver into the presence of the great.

17 In a lawsuit the first to speak seems right,
    until someone comes forward and cross-examines.

18 Casting the lot settles disputes(R)
    and keeps strong opponents apart.

19 A brother wronged(S) is more unyielding than a fortified city;
    disputes are like the barred gates of a citadel.

20 From the fruit of their mouth a person’s stomach is filled;
    with the harvest of their lips they are satisfied.(T)

21 The tongue has the power of life and death,(U)
    and those who love it will eat its fruit.(V)

22 He who finds a wife finds what is good(W)
    and receives favor from the Lord.(X)

23 The poor plead for mercy,
    but the rich answer harshly.

24 One who has unreliable friends soon comes to ruin,
    but there is a friend who sticks closer than a brother.(Y)