Add parallel Print Page Options

31 Orð Lemúels konungs í Massa, er móðir hans kenndi honum.

Hvað á ég að segja þér, sonur minn? og hvað, sonur kviðar míns? og hvað, sonur áheita minna?

Gef ekki konum kraft þinn, né ástarhót þín þeim er spilla konungum.

Ekki sæmir konungum, Lemúel, ekki sæmir konungum að drekka vín, né höfðingjum áfengur drykkur.

Þeir kynnu að drekka og gleyma lögunum og rangfæra málefni allra aumra manna.

Gefið áfengan drykk þeim, sem kominn er í örþrot, og vín þeim, sem sorgbitnir eru.

Drekki hann og gleymi fátækt sinni og minnist ekki framar mæðu sinnar.

Ljúk þú upp munni þínum fyrir hinn mállausa, fyrir málefni allra þeirra manna, sem eru að örmagnast.

Ljúk þú upp munni þínum, dæm með réttvísi og rétt þú hlut hinna voluðu og snauðu.

10 Væna konu, hver hlýtur hana? hún er miklu meira virði en perlur.

11 Hjarta manns hennar treystir henni, og ekki vantar að honum fénist.

12 Hún gjörir honum gott og ekkert illt alla ævidaga sína.

13 Hún sér um ull og hör og vinnur fúslega með höndum sínum.

14 Hún er eins og kaupförin, sækir björgina langt að.

15 Hún fer á fætur fyrir dag, skammtar heimilisfólki sínu og segir þernum sínum fyrir verkum.

16 Hún hefir augastað á akri og kaupir hann, af ávexti handa sinna plantar hún víngarð.

17 Hún gyrðir lendar sínar krafti og tekur sterklega til armleggjunum.

18 Hún finnur, að atvinna hennar er arðsöm, á lampa hennar slokknar eigi um nætur.

19 Hún réttir út hendurnar eftir rokknum, og fingur hennar grípa snælduna.

20 Hún breiðir út lófann móti hinum bágstadda og réttir út hendurnar móti hinum snauða.

21 Hún er ekki hrædd um heimilisfólk sitt, þótt snjói, því að allt heimilisfólk hennar er klætt skarlati.

22 Hún býr sér til ábreiður, klæðnaður hennar er úr baðmull og purpura.

23 Maður hennar er mikils metinn í borgarhliðunum, þá er hann situr með öldungum landsins.

24 Hún býr til skyrtur og selur þær, og kaupmanninum fær hún belti.

25 Kraftur og tign er klæðnaður hennar, og hún hlær að komandi degi.

26 Hún opnar munninn með speki, og ástúðleg fræðsla er á tungu hennar.

27 Hún vakir yfir því, sem fram fer á heimili hennar, og etur ekki letinnar brauð.

28 Synir hennar ganga fram og segja hana sæla, maður hennar gengur fram og hrósar henni:

29 "Margar konur hafa sýnt dugnað, en þú tekur þeim öllum fram!"

30 Yndisþokkinn er svikull og fríðleikinn hverfull, en sú kona, sem óttast Drottin, á hrós skilið.

Sayings of King Lemuel

31 The sayings(A) of King Lemuel—an inspired utterance his mother taught him.

Listen, my son! Listen, son of my womb!
    Listen, my son, the answer to my prayers!(B)
Do not spend your strength[a] on women,
    your vigor on those who ruin kings.(C)

It is not for kings, Lemuel—
    it is not for kings to drink wine,(D)
    not for rulers to crave beer,
lest they drink(E) and forget what has been decreed,(F)
    and deprive all the oppressed of their rights.
Let beer be for those who are perishing,
    wine(G) for those who are in anguish!
Let them drink(H) and forget their poverty
    and remember their misery no more.

Speak(I) up for those who cannot speak for themselves,
    for the rights of all who are destitute.
Speak up and judge fairly;
    defend the rights of the poor and needy.(J)

Epilogue: The Wife of Noble Character

10 [b]A wife of noble character(K) who can find?(L)
    She is worth far more than rubies.
11 Her husband(M) has full confidence in her
    and lacks nothing of value.(N)
12 She brings him good, not harm,
    all the days of her life.
13 She selects wool and flax
    and works with eager hands.(O)
14 She is like the merchant ships,
    bringing her food from afar.
15 She gets up while it is still night;
    she provides food for her family
    and portions for her female servants.
16 She considers a field and buys it;
    out of her earnings she plants a vineyard.
17 She sets about her work vigorously;
    her arms are strong for her tasks.
18 She sees that her trading is profitable,
    and her lamp does not go out at night.
19 In her hand she holds the distaff
    and grasps the spindle with her fingers.
20 She opens her arms to the poor
    and extends her hands to the needy.(P)
21 When it snows, she has no fear for her household;
    for all of them are clothed in scarlet.
22 She makes coverings for her bed;
    she is clothed in fine linen and purple.
23 Her husband is respected at the city gate,
    where he takes his seat among the elders(Q) of the land.
24 She makes linen garments and sells them,
    and supplies the merchants with sashes.
25 She is clothed with strength and dignity;
    she can laugh at the days to come.
26 She speaks with wisdom,
    and faithful instruction is on her tongue.(R)
27 She watches over the affairs of her household
    and does not eat the bread of idleness.
28 Her children arise and call her blessed;
    her husband also, and he praises her:
29 “Many women do noble things,
    but you surpass them all.”
30 Charm is deceptive, and beauty is fleeting;
    but a woman who fears the Lord is to be praised.
31 Honor her for all that her hands have done,
    and let her works bring her praise(S) at the city gate.

Footnotes

  1. Proverbs 31:3 Or wealth
  2. Proverbs 31:10 Verses 10-31 are an acrostic poem, the verses of which begin with the successive letters of the Hebrew alphabet.