Add parallel Print Page Options

51 Til söngstjórans. Sálmur Davíðs,

þá er Natan spámaður kom til hans, eftir að hann hafði gengið inn til Batsebu.

Guð, vertu mér náðugur sakir elsku þinnar, afmá brot mín sakir þinnar miklu miskunnsemi.

Þvo mig hreinan af misgjörð minni, hreinsa mig af synd minni,

því að ég þekki sjálfur afbrot mín, og synd mín stendur mér stöðugt fyrir hugskotssjónum.

Gegn þér einum hefi ég syndgað og gjört það sem illt er í augum þínum. Því ert þú réttlátur, er þú talar, hreinn, er þú dæmir.

Sjá, sekur var ég, er ég varð til, syndugur, er móðir mín fæddi mig.

Sjá, þú hefir þóknun á hreinskilni hið innra, og í fylgsnum hjartans kennir þú mér visku!

Hreinsa mig með ísóp, svo að ég verði hreinn, þvo mig, svo að ég verði hvítari en mjöll.

10 Lát mig heyra fögnuð og gleði, lát kætast beinin sem þú hefir sundurmarið.

11 Byrg auglit þitt fyrir syndum mínum og afmá allar misgjörðir mínar.

12 Skapa í mér hreint hjarta, ó Guð, og veit mér nýjan, stöðugan anda.

13 Varpa mér ekki burt frá augliti þínu og tak ekki þinn heilaga anda frá mér.

14 Veit mér aftur fögnuð þíns hjálpræðis og styð mig með fúsleiks anda,

15 að ég megi kenna afbrotamönnum vegu þína og syndarar megi hverfa aftur til þín.

16 Frelsa mig frá dauðans háska, Guð hjálpræðis míns, lát tungu mína fagna yfir réttlæti þínu.

17 Drottinn, opna varir mínar, svo að munnur minn kunngjöri lof þitt!

18 Þú hefir ekki þóknun á sláturfórnum _ annars mundi ég láta þær í té _ og að brennifórnum er þér ekkert yndi.

19 Guði þekkar fórnir eru sundurmarinn andi, sundurmarið og sundurkramið hjarta munt þú, ó Guð, eigi fyrirlíta.

20 Gjör vel við Síon sakir náðar þinnar, reis múra Jerúsalem!

21 Þá munt þú hafa þóknun á réttum fórnum, á brennifórn og alfórn, þá munu menn bera fram uxa á altari þitt.

Psalm 51[a]

For the director of music. A psalm of David. When the prophet Nathan came to him after David had committed adultery with Bathsheba.(A)

Have mercy(B) on me, O God,
    according to your unfailing love;(C)
according to your great compassion(D)
    blot out(E) my transgressions.(F)
Wash away(G) all my iniquity
    and cleanse(H) me from my sin.

For I know my transgressions,
    and my sin is always before me.(I)
Against you, you only, have I sinned(J)
    and done what is evil in your sight;(K)
so you are right in your verdict
    and justified when you judge.(L)
Surely I was sinful(M) at birth,(N)
    sinful from the time my mother conceived me.
Yet you desired faithfulness even in the womb;
    you taught me wisdom(O) in that secret place.(P)

Cleanse(Q) me with hyssop,(R) and I will be clean;
    wash me, and I will be whiter than snow.(S)
Let me hear joy and gladness;(T)
    let the bones(U) you have crushed rejoice.
Hide your face from my sins(V)
    and blot out(W) all my iniquity.

10 Create in me a pure heart,(X) O God,
    and renew a steadfast spirit within me.(Y)
11 Do not cast me(Z) from your presence(AA)
    or take your Holy Spirit(AB) from me.
12 Restore to me the joy of your salvation(AC)
    and grant me a willing spirit,(AD) to sustain me.(AE)

13 Then I will teach transgressors your ways,(AF)
    so that sinners(AG) will turn back to you.(AH)
14 Deliver me(AI) from the guilt of bloodshed,(AJ) O God,
    you who are God my Savior,(AK)
    and my tongue will sing of your righteousness.(AL)
15 Open my lips, Lord,(AM)
    and my mouth will declare your praise.
16 You do not delight in sacrifice,(AN) or I would bring it;
    you do not take pleasure in burnt offerings.
17 My sacrifice,(AO) O God, is[b] a broken spirit;
    a broken and contrite heart(AP)
    you, God, will not despise.

18 May it please you to prosper Zion,(AQ)
    to build up the walls of Jerusalem.(AR)
19 Then you will delight in the sacrifices of the righteous,(AS)
    in burnt offerings(AT) offered whole;
    then bulls(AU) will be offered on your altar.

Footnotes

  1. Psalm 51:1 In Hebrew texts 51:1-19 is numbered 51:3-21.
  2. Psalm 51:17 Or The sacrifices of God are