Add parallel Print Page Options

78 Asafs-maskíl. Hlýð þú, lýður minn, á kenning mína, hneigið eyrun að orðum munns míns.

Ég vil opna munn minn með orðskviði, mæla fram gátur frá fornum tíðum.

Það sem vér höfum heyrt og skilið og feður vorir sögðu oss,

það viljum vér eigi dylja fyrir niðjum þeirra, er vér segjum seinni kynslóð frá lofstír Drottins og mætti hans og dásemdarverkum og þeim undrum er hann gjörði.

Hann setti reglu í Jakob og skipaði lögmál í Ísrael, sem hann bauð feðrum vorum að kunngjöra sonum þeirra,

til þess að seinni kynslóð mætti skilja það og synir þeir er fæðast mundu, mættu ganga fram og segja sonum sínum frá því,

og setja traust sitt á Guð og eigi gleyma stórvirkjum Guðs, heldur varðveita boðorð hans,

og eigi verða sem feður þeirra, þrjósk og ódæl kynslóð, kynslóð með óstöðugu hjarta og anda sem var Guði ótrúr.

Niðjar Efraíms, herbúnir bogmenn, sneru við á orustudeginum.

10 Þeir héldu eigi sáttmála Guðs og færðust undan að fylgja lögmáli hans.

11 Þeir gleymdu stórvirkjum hans og dásemdum hans, er hann hafði látið þá horfa á.

12 Í augsýn feðra þeirra hafði hann framið furðuverk í Egyptalandi og Sóanhéraði.

13 Hann klauf hafið og lét þá fara yfir og lét vatnið standa sem vegg.

14 Hann leiddi þá með skýinu um daga og alla nóttina með eldskini.

15 Hann klauf björg í eyðimörkinni og gaf þeim gnóttir að drekka eins og úr stórvötnum,

16 hann lét læki spretta upp úr klettinum og vatnið streyma niður sem fljót.

17 Þó héldu þeir áfram að syndga í gegn honum, að rísa í gegn Hinum hæsta í eyðimörkinni.

18 Þeir freistuðu Guðs í hjörtum sínum, er þeir kröfðust matar þess er þeir girntust

19 og töluðu gegn Guði og sögðu: "Skyldi Guð geta búið borð í eyðimörkinni?

20 Víst sló hann á klettinn, svo að vatnið vall upp og lækir streymdu, en skyldi hann líka geta gefið brauð eða veitt lýð sínum kjöt?"

21 Fyrir því reiddist Drottinn, er hann heyrði þetta, eldur bálaði upp gegn Jakob og reiði steig upp gegn Ísrael,

22 af því að þeir trúðu eigi á Guð né treystu hjálp hans.

23 Og hann bauð skýjunum að ofan og opnaði hurðir himinsins,

24 lét manna rigna yfir þá til matar og gaf þeim himnakorn;

25 englabrauð fengu menn að eta, fæði sendi hann þeim til saðningar.

26 Hann lét austanvindinn taka sig upp í himninum og leiddi sunnanvindinn að með mætti sínum.

27 Hann lét kjöti rigna yfir þá sem dufti og vængjuðum fuglum sem sjávarsandi,

28 og hann lét þá falla niður í búðir sínar, umhverfis bústað sinn.

29 Átu þeir og urðu vel saddir, og græðgi þeirra sefaði hann.

30 En meðan þeir voru eigi horfnir frá græðgi sinni, meðan fæðan enn var í munni þeirra,

31 þá steig reiði Guðs upp í gegn þeim. Hann deyddi hina gildustu meðal þeirra og lagði að velli æskumenn Ísraels.

32 Þrátt fyrir allt þetta héldu þeir áfram að syndga og trúðu eigi á dásemdarverk hans.

33 Þá lét hann daga þeirra hverfa í hégóma og ár þeirra enda í skelfingu.

34 Þegar hann deyddi þá, leituðu þeir hans, sneru sér og spurðu eftir Guði

35 og minntust þess, að Guð var klettur þeirra og Guð hinn hæsti frelsari þeirra.

36 Þeir beittu við hann fagurgala með munni sínum og lugu að honum með tungum sínum.

37 En hjarta þeirra var eigi stöðugt gagnvart honum, og þeir voru eigi trúir sáttmála hans.

38 En hann er miskunnsamur, hann fyrirgefur misgjörðir og tortímir eigi, hann stillir reiði sína hvað eftir annað og hleypir eigi fram allri bræði sinni.

39 Hann minntist þess, að þeir voru hold, andgustur, sem líður burt og snýr eigi aftur.

40 Hversu oft þrjóskuðust þeir við hann í eyðimörkinni, hryggðu hann á öræfunum.

41 Og aftur freistuðu þeir Guðs og móðguðu Hinn heilaga í Ísrael.

42 Þeir minntust eigi handar hans, eður dags þess, er hann frelsaði þá frá fjandmönnum þeirra,

43 hann sem gjörði tákn sín í Egyptalandi og undur sín í Sóanhéraði.

44 Hann breytti ám þeirra í blóð og lækjum þeirra, svo að þeir fengu eigi drukkið.

45 Hann sendi flugur meðal þeirra, er bitu þá, og froska, er eyddu þeim.

46 Hann gaf engisprettunum afurðir þeirra og jarðvörgunum uppskeru þeirra.

47 Hann eyddi vínvið þeirra með haglhríð og mórberjatré þeirra með frosti.

48 Hann ofurseldi haglhríðinni fénað þeirra og eldingunni hjarðir þeirra.

49 Hann sendi heiftarreiði sína í gegn þeim, æði, bræði og nauðir, sveitir af sendiboðum ógæfunnar.

50 Hann ruddi braut reiði sinni, þyrmdi eigi sálum þeirra við dauðanum og ofurseldi drepsóttinni líf þeirra.

51 Hann laust alla frumburði í Egyptalandi, frumgróða styrkleikans í tjöldum Kams.

52 Hann lét lýð sinn leggja af stað sem sauði og leiddi þá eins og hjörð í eyðimörkinni.

53 Hann leiddi þá öruggt, svo að þeir óttuðust eigi, en óvini þeirra huldi hafið.

54 Hann fór með þá til síns helga héraðs, til fjalllendis þess, er hægri hönd hans hafði aflað.

55 Hann stökkti þjóðum undan þeim, skipti þeim niður eins og erfðahlut og lét kynkvíslir Ísraels setjast að í tjöldum þeirra.

56 En þeir freistuðu í þrjósku sinni Guðs hins hæsta og gættu eigi vitnisburða hans.

57 Þeir viku af leið, rufu trúnað sinn, eins og feður þeirra, brugðust eins og svikull bogi.

58 Þeir egndu hann til reiði með fórnarhæðum sínum, vöktu vandlæti hans með skurðgoðum sínum.

59 Guð heyrði það og reiddist og fékk mikla óbeit á Ísrael.

60 Hann hafnaði bústaðnum í Síló, tjaldi því, er hann hafði reist meðal mannanna,

61 hann ofurseldi hernáminu vegsemd sína og fjandmannshendi prýði sína.

62 Hann seldi lýð sinn undir sverðseggjar og reiddist arfleifð sinni.

63 Æskumönnum hans eyddi eldurinn og meyjar hans misstu brúðsöngs síns.

64 Prestar hans féllu fyrir sverðseggjum, og ekkjur hans fengu engan líksöng flutt.

65 Þá vaknaði Drottinn eins og af svefni, eins og hetja, sem hefir látið sigrast af víni.

66 Hann barði fjandmenn sína á bakhlutina, lét þá sæta eilífri háðung.

67 Samt hafnaði hann tjaldi Jósefs og útvaldi eigi kynkvísl Efraíms,

68 heldur útvaldi hann Júda kynkvísl, Síonfjall, sem hann elskar.

69 Hann reisti helgidóm sinn sem himinhæðir, grundvallaði hann að eilífu eins og jörðina.

70 Hann útvaldi þjón sinn Davíð og tók hann frá fjárbyrgjunum.

71 Hann sótti hann frá lambánum til þess að vera hirðir fyrir Jakob, lýð sinn, og fyrir Ísrael, arfleifð sína.

72 Og Davíð var hirðir fyrir þá af heilum hug og leiddi þá með hygginni hendi.

Psalm 78

A maskil[a] of Asaph.

My people, hear my teaching;(A)
    listen to the words of my mouth.
I will open my mouth with a parable;(B)
    I will utter hidden things, things from of old—
things we have heard and known,
    things our ancestors have told us.(C)
We will not hide them from their descendants;(D)
    we will tell the next generation(E)
the praiseworthy deeds(F) of the Lord,
    his power, and the wonders(G) he has done.
He decreed statutes(H) for Jacob(I)
    and established the law in Israel,
which he commanded our ancestors
    to teach their children,
so the next generation would know them,
    even the children yet to be born,(J)
    and they in turn would tell their children.
Then they would put their trust in God
    and would not forget(K) his deeds
    but would keep his commands.(L)
They would not be like their ancestors(M)
    a stubborn(N) and rebellious(O) generation,
whose hearts were not loyal to God,
    whose spirits were not faithful to him.

The men of Ephraim, though armed with bows,(P)
    turned back on the day of battle;(Q)
10 they did not keep God’s covenant(R)
    and refused to live by his law.(S)
11 They forgot what he had done,(T)
    the wonders he had shown them.
12 He did miracles(U) in the sight of their ancestors
    in the land of Egypt,(V) in the region of Zoan.(W)
13 He divided the sea(X) and led them through;
    he made the water stand up like a wall.(Y)
14 He guided them with the cloud by day
    and with light from the fire all night.(Z)
15 He split the rocks(AA) in the wilderness
    and gave them water as abundant as the seas;
16 he brought streams out of a rocky crag
    and made water flow down like rivers.

17 But they continued to sin(AB) against him,
    rebelling in the wilderness against the Most High.
18 They willfully put God to the test(AC)
    by demanding the food they craved.(AD)
19 They spoke against God;(AE)
    they said, “Can God really
    spread a table in the wilderness?
20 True, he struck the rock,
    and water gushed out,(AF)
    streams flowed abundantly,
but can he also give us bread?
    Can he supply meat(AG) for his people?”
21 When the Lord heard them, he was furious;
    his fire broke out(AH) against Jacob,
    and his wrath rose against Israel,
22 for they did not believe in God
    or trust(AI) in his deliverance.
23 Yet he gave a command to the skies above
    and opened the doors of the heavens;(AJ)
24 he rained down manna(AK) for the people to eat,
    he gave them the grain of heaven.
25 Human beings ate the bread of angels;
    he sent them all the food they could eat.
26 He let loose the east wind(AL) from the heavens
    and by his power made the south wind blow.
27 He rained meat down on them like dust,
    birds(AM) like sand on the seashore.
28 He made them come down inside their camp,
    all around their tents.
29 They ate till they were gorged—(AN)
    he had given them what they craved.
30 But before they turned from what they craved,
    even while the food was still in their mouths,(AO)
31 God’s anger rose against them;
    he put to death the sturdiest(AP) among them,
    cutting down the young men of Israel.

32 In spite of all this, they kept on sinning;(AQ)
    in spite of his wonders,(AR) they did not believe.(AS)
33 So he ended their days in futility(AT)
    and their years in terror.
34 Whenever God slew them, they would seek(AU) him;
    they eagerly turned to him again.
35 They remembered that God was their Rock,(AV)
    that God Most High was their Redeemer.(AW)
36 But then they would flatter him with their mouths,(AX)
    lying to him with their tongues;
37 their hearts were not loyal(AY) to him,
    they were not faithful to his covenant.
38 Yet he was merciful;(AZ)
    he forgave(BA) their iniquities(BB)
    and did not destroy them.
Time after time he restrained his anger(BC)
    and did not stir up his full wrath.
39 He remembered that they were but flesh,(BD)
    a passing breeze(BE) that does not return.

40 How often they rebelled(BF) against him in the wilderness(BG)
    and grieved him(BH) in the wasteland!
41 Again and again they put God to the test;(BI)
    they vexed the Holy One of Israel.(BJ)
42 They did not remember(BK) his power—
    the day he redeemed them from the oppressor,(BL)
43 the day he displayed his signs(BM) in Egypt,
    his wonders(BN) in the region of Zoan.
44 He turned their river into blood;(BO)
    they could not drink from their streams.
45 He sent swarms of flies(BP) that devoured them,
    and frogs(BQ) that devastated them.
46 He gave their crops to the grasshopper,(BR)
    their produce to the locust.(BS)
47 He destroyed their vines with hail(BT)
    and their sycamore-figs with sleet.
48 He gave over their cattle to the hail,
    their livestock(BU) to bolts of lightning.
49 He unleashed against them his hot anger,(BV)
    his wrath, indignation and hostility—
    a band of destroying angels.(BW)
50 He prepared a path for his anger;
    he did not spare them from death
    but gave them over to the plague.
51 He struck down all the firstborn of Egypt,(BX)
    the firstfruits of manhood in the tents of Ham.(BY)
52 But he brought his people out like a flock;(BZ)
    he led them like sheep through the wilderness.
53 He guided them safely, so they were unafraid;
    but the sea engulfed(CA) their enemies.(CB)
54 And so he brought them to the border of his holy land,
    to the hill country his right hand(CC) had taken.
55 He drove out nations(CD) before them
    and allotted their lands to them as an inheritance;(CE)
    he settled the tribes of Israel in their homes.

56 But they put God to the test
    and rebelled against the Most High;
    they did not keep his statutes.
57 Like their ancestors(CF) they were disloyal and faithless,
    as unreliable as a faulty bow.(CG)
58 They angered him(CH) with their high places;(CI)
    they aroused his jealousy with their idols.(CJ)
59 When God heard(CK) them, he was furious;(CL)
    he rejected Israel(CM) completely.
60 He abandoned the tabernacle of Shiloh,(CN)
    the tent he had set up among humans.(CO)
61 He sent the ark of his might(CP) into captivity,(CQ)
    his splendor into the hands of the enemy.
62 He gave his people over to the sword;(CR)
    he was furious with his inheritance.(CS)
63 Fire consumed(CT) their young men,
    and their young women had no wedding songs;(CU)
64 their priests were put to the sword,(CV)
    and their widows could not weep.

65 Then the Lord awoke as from sleep,(CW)
    as a warrior wakes from the stupor of wine.
66 He beat back his enemies;
    he put them to everlasting shame.(CX)
67 Then he rejected the tents of Joseph,
    he did not choose the tribe of Ephraim;(CY)
68 but he chose the tribe of Judah,(CZ)
    Mount Zion,(DA) which he loved.
69 He built his sanctuary(DB) like the heights,
    like the earth that he established forever.
70 He chose David(DC) his servant
    and took him from the sheep pens;
71 from tending the sheep(DD) he brought him
    to be the shepherd(DE) of his people Jacob,
    of Israel his inheritance.
72 And David shepherded them with integrity of heart;(DF)
    with skillful hands he led them.

Footnotes

  1. Psalm 78:1 Title: Probably a literary or musical term