Add parallel Print Page Options

Sem samverkamenn hans áminnum vér yður einnig, að þér látið ekki náð Guðs, sem þér hafið þegið, verða til einskis.

Hann segir: Á hagkvæmri tíð bænheyrði ég þig, og á hjálpræðis degi hjálpaði ég þér. Nú er hagkvæm tíð, nú er hjálpræðis dagur.

Í engu viljum vér vera neinum til ásteytingar, til þess að þjónustan verði ekki fyrir lasti.

Á allan hátt sýnum vér, að vér erum þjónar Guðs, með miklu þolgæði í þrengingum, í nauðum, í angist,

undir höggum, í fangelsi, í upphlaupum, í erfiði, í vökum, í föstum,

með grandvarleik, með þekkingu, með langlyndi, með góðvild, með heilögum anda, með falslausum kærleika,

með sannleiksorði, með krafti Guðs, með vopnum réttlætisins til sóknar og varnar,

í heiðri og vanheiðri, í lasti og lofi. Vér erum álitnir afvegaleiðendur, en erum sannorðir,

óþekktir, en þó alþekktir, komnir í dauðann og samt lifum vér, tyftaðir og þó ekki deyddir,

10 hryggir, en þó ávallt glaðir, fátækir, en auðgum þó marga, öreigar, en eigum þó allt.

11 Frjálslega tölum vér við yður, Korintumenn. Rúmt er um yður í hjarta voru.

12 Ekki er þröngt um yður hjá oss, en í hjörtum yðar er þröngt.

13 En svo að sama komi á móti, _ ég tala eins og við börn mín _, þá látið þér líka verða rúmgott hjá yður.

14 Gangið ekki undir ósamkynja ok með vantrúuðum. Hvað er sameiginlegt með réttlæti og ranglæti? Hvaða samfélag hefur ljós við myrkur?

15 Hver er samhljóðan Krists við Belíar? Hver hlutdeild er trúuðum með vantrúuðum?

16 Hvernig má sætta musteri Guðs við skurðgoð? Vér erum musteri lifanda Guðs, eins og Guð hefur sagt: Ég mun búa hjá þeim og ganga um meðal þeirra, og ég mun vera Guð þeirra, og þeir munu vera lýður minn.

17 Þess vegna segir Drottinn: Farið burt frá þeim, og skiljið yður frá þeim. Snertið ekki neitt óhreint, og ég mun taka yður að mér

18 og ég mun vera yður faðir, og þér munuð vera mér synir og dætur, segir Drottinn alvaldur.

As God’s co-workers(A) we urge you not to receive God’s grace in vain.(B) For he says,

“In the time of my favor I heard you,
    and in the day of salvation I helped you.”[a](C)

I tell you, now is the time of God’s favor, now is the day of salvation.

Paul’s Hardships

We put no stumbling block in anyone’s path,(D) so that our ministry will not be discredited. Rather, as servants of God we commend ourselves in every way: in great endurance; in troubles, hardships and distresses; in beatings, imprisonments(E) and riots; in hard work, sleepless nights and hunger;(F) in purity, understanding, patience and kindness; in the Holy Spirit(G) and in sincere love;(H) in truthful speech(I) and in the power of God;(J) with weapons of righteousness(K) in the right hand and in the left; through glory and dishonor,(L) bad report(M) and good report; genuine, yet regarded as impostors;(N) known, yet regarded as unknown; dying,(O) and yet we live on;(P) beaten, and yet not killed; 10 sorrowful, yet always rejoicing;(Q) poor, yet making many rich;(R) having nothing,(S) and yet possessing everything.(T)

11 We have spoken freely to you, Corinthians, and opened wide our hearts to you.(U) 12 We are not withholding our affection from you, but you are withholding yours from us. 13 As a fair exchange—I speak as to my children(V)—open wide your hearts(W) also.

Warning Against Idolatry

14 Do not be yoked together(X) with unbelievers.(Y) For what do righteousness and wickedness have in common? Or what fellowship can light have with darkness?(Z) 15 What harmony is there between Christ and Belial[b]?(AA) Or what does a believer(AB) have in common with an unbeliever?(AC) 16 What agreement is there between the temple of God and idols?(AD) For we are the temple(AE) of the living God.(AF) As God has said:

“I will live with them
    and walk among them,
and I will be their God,
    and they will be my people.”[c](AG)

17 Therefore,

“Come out from them(AH)
    and be separate,
says the Lord.
Touch no unclean thing,
    and I will receive you.”[d](AI)

18 And,

“I will be a Father to you,
    and you will be my sons and daughters,(AJ)
says the Lord Almighty.”[e](AK)

Footnotes

  1. 2 Corinthians 6:2 Isaiah 49:8
  2. 2 Corinthians 6:15 Greek Beliar, a variant of Belial
  3. 2 Corinthians 6:16 Lev. 26:12; Jer. 32:38; Ezek. 37:27
  4. 2 Corinthians 6:17 Isaiah 52:11; Ezek. 20:34,41
  5. 2 Corinthians 6:18 2 Samuel 7:14; 7:8