Add parallel Print Page Options

Þá mælti Salómon: Drottinn hefir sagt, að hann vilji búa í dimmu.

Nú hefi ég byggt hús þér til bústaðar og aðseturstað handa þér um eilífð.

Þá sneri konungur sér við og blessaði allan Ísraelssöfnuð, en allur Ísraelssöfnuður stóð.

Og hann mælti: "Lofaður sé Drottinn, Ísraels Guð, er talaði með munni sínum við Davíð föður minn og efndi með hendi sinni það, er hann lofaði, þá er hann sagði:

,Frá því er ég leiddi lýð minn út af Egyptalandi, hefi ég ekki útvalið neina borg af öllum ættkvíslum Ísraels til þess að byggja þar hús, þar sem nafn mitt skyldi búa, hefi og eigi útvalið neinn mann til þess að vera höfðingi yfir lýð mínum Ísrael.

En nú hefi ég útvalið Jerúsalem, til þess að nafn mitt búi þar, og ég útvaldi Davíð, til þess að hann skyldi ríkja yfir lýð mínum Ísrael.`

Og Davíð faðir minn hafði í hyggju að reisa hús nafni Drottins, Ísraels Guðs,

en Drottinn sagði við Davíð föður minn: ,Vel gjörðir þú, er þú ásettir þér að reisa hús nafni mínu.

En eigi skalt þú reisa húsið, heldur skal sonur þinn, sá er út gengur af lendum þínum, reisa hús nafni mínu.`

10 Og Drottinn hefir efnt orð sín, þau er hann talaði, því að ég kom í stað Davíðs föður míns og settist í hásæti Ísraels, svo sem Drottinn hafði heitið, og hefi nú reist hús nafni Drottins, Ísraels Guðs.

11 Og þar setti ég örkina, sem í er sáttmál Drottins, það er hann gjörði við Ísraelsmenn."

12 Síðan gekk hann fyrir altari Drottins í viðurvist alls Ísraelssafnaðar og fórnaði höndum _

13 því að Salómon hafði gjöra látið pall af eiri og sett í miðjan forgarðinn. Var hann fimm álnir á lengd, fimm álnir á breidd og þrjár álnir á hæð. Sté hann upp á hann, féll á kné í viðurvist alls Ísraelssafnaðar og fórnaði höndum til himins

14 og mælti: "Drottinn, Guð Ísraels, enginn guð er sem þú á himni eða jörðu, þú sem heldur sáttmálann og miskunnsemina við þjóna þína, þá er ganga fyrir augliti þínu af öllu hjarta sínu,

15 þú sem hefir haldið það við þjón þinn, Davíð föður minn, er þú hést honum. Þú talaðir það með munni þínum og efndir það með hendi þinni, eins og nú er fram komið.

16 Efn nú, Drottinn, Ísraels Guð, við þjón þinn Davíð, föður minn, það er þú hést honum, þá er þú sagðir: ,Eigi skal þig vanta eftirmann frammi fyrir mér, er sitji í hásæti Ísraels, ef synir þínir aðeins varðveita vegu sína með því að ganga eftir lögmáli mínu, eins og þú hefir gengið fyrir augliti mínu.`

17 Og lát nú, Drottinn, Ísraels Guð, rætast orð þín, þau er þú talaðir við Davíð þjón þinn.

18 En mun Guð í sannleika búa með mönnum á jörðu? Sjá, himinninn og himnanna himnar taka þig ekki, hve miklu síður þá þetta hús, sem ég hefi reist.

19 En snú þér, Drottinn, Guð minn, að bæn þjóns þíns og grátbeiðni hans, að þú heyrir ákall það og bæn, er þjónn þinn ber fram fyrir þig:

20 að augu þín séu opin fyrir þessu húsi dag og nótt, yfir þeim stað, er þú hefir um sagt, að þar skulir þú láta nafn þitt búa, _ að þú heyrir bæn þá, er þjónn þinn biður á þessum stað.

21 Og heyr þú grátbeiðni þjóns þíns og lýðs þíns Ísraels, er þeir bera fram á þessum stað, já, heyr þú hana frá aðseturstað þínum, frá himnum, og fyrirgef, er þú heyrir.

22 Ef einhver gjörir á hluta náunga síns, og hann verður eiðs krafinn og látinn sverja, og hann kemur og vinnur eiðinn fyrir altari þínu í húsi þessu,

23 þá heyr þú það frá himnum, lát til þín taka og dæm þjóna þína, með því að sakfella hinn seka og láta honum gjörðir hans í koll koma, en sýkna hinn saklausa og umbuna honum eftir réttlæti hans.

24 Ef lýður þinn Ísrael bíður ósigur fyrir óvinum sínum, af því að þeir hafa syndgað á móti þér, og þeir snúa sér og játa þitt nafn og biðja og grátbæna þig í þessu húsi,

25 þá heyr þú það frá himnum og fyrirgef synd lýðs þíns Ísraels og leið þá aftur heim til þess lands, er þú gafst þeim og feðrum þeirra.

26 Ef himinninn er byrgður, svo að eigi nær að rigna, af því að þeir hafa syndgað í móti þér, og þeir biðja á þessum stað og játa nafn þitt og snúa sér frá syndum sínum, af því að þú auðmýkir þá,

27 þá heyr þú það á himnum og fyrirgef synd þjóna þinna og lýðs þíns Ísraels, er þú kennir þeim þann góða veg, sem þeir eiga að ganga, og gef regn yfir land þitt, það er þú hefir gefið þínum lýð til eignar.

28 Ef hallæri verður í landinu, ef drepsótt kemur eða korndrep eða gulnan, engisprettur eða jarðvargar, ef óvinir hans þrengja að honum í einhverri af borgum hans, eða einhver plága eða sótt _

29 ef þá einhver maður af öllum lýð þínum Ísrael ber fram einhverja bæn eða grátbeiðni, af því að hann finnur til angurs og sársauka og fórnar höndum til þessa húss,

30 þá heyr þú það frá himnum, aðseturstað þínum, og fyrirgef og gef sérhverjum eins og hann hefir til unnið og svo sem þú þekkir hjarta hans _ því að þú einn þekkir hjörtu manna _

31 til þess að þeir óttist þig og gangi á vegum þínum alla þá stund, er þeir lifa í landinu, er þú gafst feðrum vorum.

32 Ef útlendingur, sem eigi er af lýð þínum Ísrael, en kemur úr fjarlægu landi sakir þíns mikla nafns, þinnar sterku handar og þíns útrétta armleggs _ ef þeir koma hingað og biðja frammi fyrir þessu húsi,

33 þá heyr þú það frá himnum, aðseturstað þínum, og gjör allt það, sem útlendingurinn biður þig um, til þess að öllum þjóðum jarðarinnar verði kunnugt nafn þitt og þær óttist þig eins og lýður þinn Ísrael, og til þess að þær megi vita, að hús þetta, sem ég hefi byggt, er kennt við þig.

34 Ef lýður þinn fer í ófrið í móti óvinum sínum, þangað sem þú sendir þá, og þeir biðja til þín og snúa sér í áttina til borgar þessarar, sem þú hefir útvalið, og hússins, sem ég hefi reist þínu nafni,

35 þá heyr þú frá himnum bæn þeirra og grátbeiðni og rétt þú hlut þeirra.

36 Ef þeir syndga í gegn þér _ því að enginn er sá er eigi syndgi _ og þú reiðist þeim og gefur þá á vald óvinum þeirra, og sigurvegarar þeirra flytja þá hernumda til lands, langt eða skammt í burtu,

37 og þeir taka sinnaskipti í landinu, þar sem þeir eru hernumdir, og þeir snúa sér og grátbæna þig í útlegðarlandi sínu og segja: ,Vér höfum syndgað, vér höfum misgjört og vér höfum breytt óguðlega,`

38 og þeir snúa sér til þín af öllu hjarta sínu og allri sálu sinni í útlegðarlandi sínu, þangað sem þeir hafa flutt þá hernumda, og þeir biðjast fyrir og snúa sér í áttina til lands síns, þess er þú gafst feðrum þeirra, til borgarinnar, sem þú hefir útvalið, og til hússins, sem ég hefi reist þínu nafni,

39 þá heyr þú frá himnum, aðseturstað þínum, bæn þeirra og grátbeiðni, rétt þú hlut þeirra og fyrirgef lýð þínum það, sem þeir misgjörðu í móti þér.

40 Svo veri þá, Guð minn, augu þín opin og eyru þín gaumgæfin á bæn þá, er fram er borin á þessum stað.

41 Tak þig þá upp, Drottinn Guð, og far á hvíldarstað þinn, þú og örk máttar þíns. Prestar þínir, Drottinn Guð, séu klæddir hjálpræði, og þínir guðhræddu gleðjist yfir gæfunni.

42 Drottinn Guð, vísa þínum smurða eigi frá, minnst þú náðarveitinganna við Davíð þjón þinn."

Then Solomon said, “The Lord has said that he would dwell in a dark cloud;(A) I have built a magnificent temple for you, a place for you to dwell forever.(B)

While the whole assembly of Israel was standing there, the king turned around and blessed them. Then he said:

“Praise be to the Lord, the God of Israel, who with his hands has fulfilled what he promised with his mouth to my father David. For he said, ‘Since the day I brought my people out of Egypt, I have not chosen a city in any tribe of Israel to have a temple built so that my Name might be there, nor have I chosen anyone to be ruler over my people Israel. But now I have chosen Jerusalem(C) for my Name(D) to be there, and I have chosen David(E) to rule my people Israel.’

“My father David had it in his heart(F) to build a temple for the Name of the Lord, the God of Israel. But the Lord said to my father David, ‘You did well to have it in your heart to build a temple for my Name. Nevertheless, you are not the one to build the temple, but your son, your own flesh and blood—he is the one who will build the temple for my Name.’

10 “The Lord has kept the promise he made. I have succeeded David my father and now I sit on the throne of Israel, just as the Lord promised, and I have built the temple for the Name of the Lord, the God of Israel. 11 There I have placed the ark, in which is the covenant(G) of the Lord that he made with the people of Israel.”

Solomon’s Prayer of Dedication(H)(I)

12 Then Solomon stood before the altar of the Lord in front of the whole assembly of Israel and spread out his hands. 13 Now he had made a bronze platform,(J) five cubits long, five cubits wide and three cubits high,[a] and had placed it in the center of the outer court. He stood on the platform and then knelt down(K) before the whole assembly of Israel and spread out his hands toward heaven. 14 He said:

Lord, the God of Israel, there is no God like you(L) in heaven or on earth—you who keep your covenant of love(M) with your servants who continue wholeheartedly in your way. 15 You have kept your promise to your servant David my father; with your mouth you have promised(N) and with your hand you have fulfilled it—as it is today.

16 “Now, Lord, the God of Israel, keep for your servant David my father the promises you made to him when you said, ‘You shall never fail(O) to have a successor to sit before me on the throne of Israel, if only your descendants are careful in all they do to walk before me according to my law,(P) as you have done.’ 17 And now, Lord, the God of Israel, let your word that you promised your servant David come true.

18 “But will God really dwell(Q) on earth with humans? The heavens,(R) even the highest heavens, cannot contain you. How much less this temple I have built! 19 Yet, Lord my God, give attention to your servant’s prayer and his plea for mercy. Hear the cry and the prayer that your servant is praying in your presence. 20 May your eyes(S) be open toward this temple day and night, this place of which you said you would put your Name(T) there. May you hear(U) the prayer your servant prays toward this place. 21 Hear the supplications of your servant and of your people Israel when they pray toward this place. Hear from heaven, your dwelling place; and when you hear, forgive.(V)

22 “When anyone wrongs their neighbor and is required to take an oath(W) and they come and swear the oath before your altar in this temple, 23 then hear from heaven and act. Judge between your servants, condemning(X) the guilty and bringing down on their heads what they have done, and vindicating the innocent by treating them in accordance with their innocence.

24 “When your people Israel have been defeated(Y) by an enemy because they have sinned against you and when they turn back and give praise to your name, praying and making supplication before you in this temple, 25 then hear from heaven and forgive the sin of your people Israel and bring them back to the land you gave to them and their ancestors.

26 “When the heavens are shut up and there is no rain(Z) because your people have sinned against you, and when they pray toward this place and give praise to your name and turn from their sin because you have afflicted them, 27 then hear from heaven and forgive(AA) the sin of your servants, your people Israel. Teach them the right way to live, and send rain on the land you gave your people for an inheritance.

28 “When famine(AB) or plague comes to the land, or blight or mildew, locusts or grasshoppers, or when enemies besiege them in any of their cities, whatever disaster or disease may come, 29 and when a prayer or plea is made by anyone among your people Israel—being aware of their afflictions and pains, and spreading out their hands toward this temple— 30 then hear from heaven, your dwelling place. Forgive,(AC) and deal with everyone according to all they do, since you know their hearts (for you alone know the human heart),(AD) 31 so that they will fear you(AE) and walk in obedience to you all the time they live in the land you gave our ancestors.

32 “As for the foreigner who does not belong to your people Israel but has come(AF) from a distant land because of your great name and your mighty hand(AG) and your outstretched arm—when they come and pray toward this temple, 33 then hear from heaven, your dwelling place. Do whatever the foreigner(AH) asks of you, so that all the peoples of the earth may know your name and fear you, as do your own people Israel, and may know that this house I have built bears your Name.

34 “When your people go to war against their enemies,(AI) wherever you send them, and when they pray(AJ) to you toward this city you have chosen and the temple I have built for your Name, 35 then hear from heaven their prayer and their plea, and uphold their cause.

36 “When they sin against you—for there is no one who does not sin(AK)—and you become angry with them and give them over to the enemy, who takes them captive(AL) to a land far away or near; 37 and if they have a change of heart(AM) in the land where they are held captive, and repent and plead with you in the land of their captivity and say, ‘We have sinned, we have done wrong and acted wickedly’; 38 and if they turn back to you with all their heart and soul in the land of their captivity where they were taken, and pray toward the land you gave their ancestors, toward the city you have chosen and toward the temple I have built for your Name; 39 then from heaven, your dwelling place, hear their prayer and their pleas, and uphold their cause. And forgive(AN) your people, who have sinned against you.

40 “Now, my God, may your eyes be open and your ears attentive(AO) to the prayers offered in this place.

41 “Now arise,(AP) Lord God, and come to your resting place,(AQ)
    you and the ark of your might.
May your priests,(AR) Lord God, be clothed with salvation,
    may your faithful people rejoice in your goodness.(AS)
42 Lord God, do not reject your anointed one.(AT)
    Remember the great love(AU) promised to David your servant.”

Footnotes

  1. 2 Chronicles 6:13 That is, about 7 1/2 feet long and wide and 4 1/2 feet high or about 2.3 meters long and wide and 1.4 meters high