Add parallel Print Page Options

18 Þá svaraði Bildad frá Súa og sagði:

Hversu lengi ætlið þér að halda áfram þessu orðaskaki? Látið yður segjast, og því næst skulum vér talast við.

Hvers vegna erum vér metnir sem skepnur, orðnir heimskir í yðar augum?

Þú, sem tætir sjálfan þig sundur í reiði þinni, _ á jörðin þín vegna að fara í auðn og bjargið að færast úr stað sínum?

Ljós hins óguðlega slokknar, og logi elds hans skín ekki.

Ljósið myrkvast í tjaldi hans, og það slokknar á lampanum yfir honum.

Hans öflugu skref verða stutt, og ráðagjörð sjálfs hans steypir honum,

því að hann rekst í netið með fætur sína, og hann gengur í möskvunum.

Möskvi festist um hæl hans, lykkjan herðist að honum.

10 Snaran liggur falin á jörðinni, og gildran liggur fyrir honum á stígnum.

11 Skelfingar hræða hann allt um kring og hrekja hann áfram, hvar sem hann gengur.

12 Ógæfu hans tekur að svengja, og glötunin bíður búin eftir falli hans.

13 Hún tærir húð hans, og frumburður dauðans etur limu hans.

14 Hann er hrifinn burt úr tjaldi sínu, er hann treysti á, og það lætur hann ganga til konungs skelfinganna.

15 Í tjaldi hans býr það, sem eigi er hans, brennisteini er stráð yfir bústað hans.

16 Að neðan þorna rætur hans, að ofan visna greinar hans.

17 Minning hans hverfur af jörðunni, og nafn hans er ekki nefnt á völlunum.

18 Menn hrinda honum frá ljósinu út í myrkrið og reka hann burt af jarðríki.

19 Hann mun hvorki eiga börn né buru meðal þjóðar sinnar, og enginn, sem undan hefir komist, er í híbýlum hans.

20 Yfir skapadægri hans skelfast eftirkomendurnir, og hrylling grípur þá, er fyrr voru uppi.

21 Já, svo fer um bústaði hins rangláta og svo um samastað þess manns, sem eigi þekkir Guð.

Bildad

18 Then Bildad the Shuhite(A) replied:

“When will you end these speeches?(B)
    Be sensible, and then we can talk.
Why are we regarded as cattle(C)
    and considered stupid in your sight?(D)
You who tear yourself(E) to pieces in your anger,(F)
    is the earth to be abandoned for your sake?
    Or must the rocks be moved from their place?(G)

“The lamp of a wicked man is snuffed out;(H)
    the flame of his fire stops burning.(I)
The light in his tent(J) becomes dark;(K)
    the lamp beside him goes out.(L)
The vigor(M) of his step is weakened;(N)
    his own schemes(O) throw him down.(P)
His feet thrust him into a net;(Q)
    he wanders into its mesh.
A trap seizes him by the heel;
    a snare(R) holds him fast.(S)
10 A noose(T) is hidden for him on the ground;
    a trap(U) lies in his path.(V)
11 Terrors(W) startle him on every side(X)
    and dog(Y) his every step.
12 Calamity(Z) is hungry(AA) for him;
    disaster(AB) is ready for him when he falls.(AC)
13 It eats away parts of his skin;(AD)
    death’s firstborn devours his limbs.(AE)
14 He is torn from the security of his tent(AF)
    and marched off to the king(AG) of terrors.(AH)
15 Fire resides[a] in his tent;(AI)
    burning sulfur(AJ) is scattered over his dwelling.
16 His roots dry up below(AK)
    and his branches wither above.(AL)
17 The memory of him perishes from the earth;(AM)
    he has no name(AN) in the land.(AO)
18 He is driven from light into the realm of darkness(AP)
    and is banished(AQ) from the world.(AR)
19 He has no offspring(AS) or descendants(AT) among his people,
    no survivor(AU) where once he lived.(AV)
20 People of the west are appalled(AW) at his fate;(AX)
    those of the east are seized with horror.
21 Surely such is the dwelling(AY) of an evil man;(AZ)
    such is the place(BA) of one who does not know God.”(BB)

Footnotes

  1. Job 18:15 Or Nothing he had remains